20.
febrúar 2016
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) óskar eftir að ráða sviðsstjóra kjara- og réttindasviðs til starfa á skrifstofu félagsins.
Meðal helstu verkefna eru undirbúningur, gerð og eftirfylgd kjarasamninga, ráðgjöf og upplýsingar um kjara- og réttindamál til félagsmanna, gerð kjararannsókna og verkefni sem tengjast tölulegum útreikningum.
Hæfniskröfur:
• Hjúkrunarmenntun er æskileg
• Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af gerð kjarasamninga og íslenskum vinnumarkaði
• Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt
• Góð tölvukunnátta
• Rík þjónustulund
Ráðið verður í starfið frá 1. apríl 2016 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða olafur@hjukrun.is
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2016. Umsóknum skal skila rafrænt á olafur@hjukrun.is ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi.