Í ár eiga fjórar sérhæfðar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun stórafmæli og ætla Hlíðabær, Vitatorg, Fríðuhús og Drafnarhús sameiginlega að fagna því með málstofu undir heitinu „Sérhæfð úrræði fyrir fólk með heilabilun“.
Málstofan verður haldin á Grand hóteli fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 17 – 19.
Frá kl.16 spila ungir tónlistarmenn í forsal hótelsins og forstöðumenn staðanna kynna hver sína dagþjálfun.
Dagskrá:
Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu
Sýn ráðuneytisins á sérhæfða dagdvöl sem úrræði fyrir fólk með heilabilun
Jón Snædal, yfirlæknir öldrunarlækninga LSH Landkoti
Þjónustukeðjan fyrir einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra. Hlutverk dagþjálfana
Guðrún Karlsdóttir, deildarstjóri göngudeildar öldrunarsviðs LSH Landakoti
Greiningarferli á minnismóttökunni
Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, forstöðumaður Fríðuhúss
Sérhæfð dagþjálfun - góður kostur
Margrét Guðnadóttir, teymisstjóri heimaþjónustu Reykjavíkur
Samfelld umönnun innan og utan heimilis: Samskipti heimaþjónustu og dagþjálfunar
Kristný Rós Gústafsdóttir, aðstandandi
Ég og mamma andspænis Alzheimer
Málstofustjóri verður Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri þjónustu heim, velferðasviði Reykjavíkurborgar.
Allir eru velkomnir, ókeypis aðgangur.