Gunnar Helgason hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gunnar var metinn hæfastur af þeim sex umsækjendum sem sóttu um stöðuna.
Gunnar lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Lauk hann jafnframt meistaraprófi í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2009. Hann stundar nú nám í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík og mun ljúka því nú í apríl. Gunnar hefur mikla reynslu og þekkingu af íslenskum vinnumarkaði. Hann hefur verið í samninganefndum Fíh frá árinu 2008 við alla viðsemjendur auk þess sem hann hefur tekið þátt í gerð stofnanasamninga. Gunnar hefur starfað sem settur sviðsstjóri Fíh síðastliðið ár. Auk þess hefur hann margra ára reynslu af klínísku starfi sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild LSH.
Við bjóðum Gunnar velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í störfum sínum hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.
17.
mars 2016