Hjukrun.is-print-version

Ályktun fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga varðandi rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna

RSSfréttir
12. apríl 2016

Samþykkt frá aðalfundi Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga sem haldinn var 11. mars 2016

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hvetur yfirmenn velferðarmála og hjúkrunarheimila landsins til að einbeita sér af fullum þunga að lausn rekstrarvanda hjúkrunarheimilanna svo tryggja megi örugga og faglega þjónustu til íbúa þeirra.

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga er reiðubúin að veita ráðgjöf og taka þátt í þróun og skipulagi þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum enda er þjónustan að stórum hluta tengd hjúkrun.

Með frekari bið eftir úrlausnum er hætta á að dragi enn frekar úr faglegri þjónustu á hjúkrunarheimilum þar sem núverandi daggjöld virðast ekki standa undir kostnaði við rekstur margra hjúkrunarheimila.

Fagdeildin bendir á mikilvægi þess að nýta Viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum ( Landlæknisembættið 2015) og Hjúkrunarþjónusta eldri borgara. Horft til framtíðar (FÍH og FÖ 2015) við endurskipulagningu og uppbyggingu þjónustunnar. Með því er ýtt undir faglega og gæðabundna þjónustu hjúkrunarheimila í framtíðinni.

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Fíh

F.h. fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga
Hlíf Guðmundsdóttir formaður

Sent til:
Heilbrigðisráðherra
Stjórnar Samtaka fyrirtækja í Velferðarþjónustu (SFV)
Sjúkratrygginga Íslands
Landlæknis
Framkvæmdastjóra hjúkrunar á hjúkrunarheimilum
Formanns FÍH

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála