Sent Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Birgi Jakobssyni landlækni
Efni: Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.
Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt einróma á aðalfundi Innsýnar þann 9. mars 2016.
Við hjúkrunarfræðingar í Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga starfandi við lungna- og meltingarfærarannsóknir, fögnum því að hefja skuli skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þessi sjúkdómur er í dag þriðja algengasta tegund krabbameins á Íslandi og er nýgengi vaxandi. Ristilspeglun er talin besta forvörnin gegn krabbameini í ristli og endaþarmi.
Við teljum nauðsynlegt að komið verði á þverfræðilegum hópi, til að tryggja sem besta samvinnu milli fagstétta um framkvæmd skimunar. Aðili sem ekki hefur hagsmuna að gæta, haldi utan um miðlæga skráningu og þróun skimunarverkefnisins. Öll skráning, undirbúningur og framkvæmd skal vera samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum.
Fyrir hönd Innsýnar:
Margrét Hinriksdóttir formaður
Lára Björk Magnúsdóttir gjaldkeri
Þóranna Tryggvadóttir ritari
Anna Soffía Guðmundsdóttir meðstjórnandi
Hjördís Hjörvarsdóttir meðstjórnandi
18.
apríl 2016