20.
apríl 2016
Auglýst er eftir doktorsnema til þriggja ára við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands til að vinna að rannsókninni: Virkni og geta einstaklinga með heilablóðfall.
Rannsóknin snýr að einstaklingum með heilablóðfall er dvelja heima og nánustu aðstandendum þeirra. Þróaðar verða tæknivæddar nýjungungar til að viðhalda og efla virkni og hreyfigetu einstaklinga með heilablóðfall sem dvelja heima og lagt mat á notagildi og árangur þeirra.
Rannsóknin er unnin í samvinnu við fagfólk í endurhæfingu heilablóðfallssjúklinga á Landspítala, Enduhæfingadeild Grensás, samtökin Heilaheill á Íslandi og samvinnuaðila í Svíþjóð og Finnlandi.
Með þessu verkefni vill rannsóknarhópurinn stuðla að aukinni samvinnu á milli einstaklinga með heilablóðfall, fjölskyldu og fagaðila, ásamt því að þróa árangursríkar meðferðir og bæta lífsgæði einstaklinga með heilablóðfall og nánustu aðstandenda þeirra.
Rannsóknin er fjármögnuð af styrk frá Nordforsk.
Viðkomandi á að vinna að rannsókninni Virkni og geta einstaklinga með heilablóðfall. Í því felst umsjón með daglegum rekstri á rannsókninni undir yfirumsjón leiðbeinenda samhliða því að stunda doktorsnám sem byggir á verkefninu. Verkefnið er til þriggja ára.
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám við Háskóla Íslands.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• MS próf í hjúkrunarfræði.
• Góð færni í íslensku og ensku.
• Umsækjendur verða að geta unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.
Umsóknarferli - Vinsamlega látið eftirtalin gögn fylgja með umsókninni:
i. Ferilskrá
ii. Staðfest afrit af prófskírteinum
iii. Tvö meðmælabréf
iv. Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað nemandinn getur lagt af mörkum til þess.
Umsóknarfrestur er til og með: 25. apríl 2016. Umsókn skal sendast inn rafrænt HÉR.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tikynnt um ráðstöfun starfanna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara/hlutaðeigandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Hjaltadóttir, aðjúnkt við Hjúkrunarfræðideild á ingihj@hi.is eða í síma 824-5217.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans.