20.
apríl 2016
Auglýst er eftir framboðum þriggja félagsmanna í stjórn félagsins, sem kjörnir eru beinni kosningu á aðalfundi félagsins 20. maí 2016. Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár.
Framboðsfrestur er til 4. maí 2016. Framboð skal skila til kjörnefndar Fíh á netfangið kjornefnd@hjukrun.is
Auglýst er eftir framboði þriggja félagsmanna í ritnefnd félagsins. Kjörtímabil ritnefndarfulltrúa er tvö ár. Ritnefnd markar ásamt ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga stefnu tímaritsins og annast umsjón með útgáfu þess.
Framboðsfrestur er til 4. maí 2016. Framboð skal skila til kjörnefndar Fíh á netfangið kjornefnd@hjukrun.is