2.
júní 2016
Nýjar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykktar á aðalfundi Fíh 20. maí síðastliðinn, og tóku gildi 1. júní 2016.
Þó nokkrar breytingar hafa orðið á reglunum, og er hægt að kynna sér þær nánar á vef Styrktarsjóðs.
Ein þeirra breytinga sem orðið hafa er að sjóðsfélagar geta nú sótt um styrk vegna heilsutengdra útgjalda. Styrkurinn er að hámarki kr. 25.000 árlega og er einungis greitt fyrir það sem sjóðsfélagi einn getur nýtt sér.
Umsóknaferli vegna styrksins er tvíþætt:
- Annars vegar er um að ræða styrki undanþegna skatti, þ.e.a.s. íþróttaiðkun, heilsurækt og endurhæfingu.
- Hins vegar eru aðrir heilsutengdir styrkir, en þeir eru skattskyldir.
Hægt er að sækja um styrkinn á Mínum síðum, en til að umsókn sé afgreidd þurfa sjóðnum að berast öll tilhlýðileg gögn. Næsta úthlutun sjóðsins er í lok júní, en skilafrestur fyrir þá úthlutun er 9. júní næstkomandi.