Hjukrun.is-print-version

Orlofssjóður - sumarlok

RSSfréttir
6. september 2016
Orlofsnefnd fundaði nýlega og er mjög ánægð með nýtingu félagsmanna á þeim orlofshúsum sem voru í boði í sumar. Alls leigðust 262 vikur af 266 sem stóðu til boða. Eins voru gjafabréf og ávísanir vel nýttar t.d. miðar í Hvalfjarðargöng, Icelandair gjafabréf, veiðikort, útilegukort og fl.
Þess má geta að Menningarkortið er ennþá til sölu og er niðurgreitt fyrir félagsmenn. Það er góður kostur nú þegar haustar.
Minnt er á að 15. hvers mánaðar er forgangsopnun fyrir leigu íbúðanna við Klapparstíg, Sóltún og Boðagranda í Reykjavík og við Furulund og Munkaþverárstræti á Akureyri. Forgangurinn gildir fyrir þá sem búa utan þess svæðis sem íbúðin er staðsett í. Opnað er fyrir aðra félagsmenn 1. hvers mánaðar eins og áður. Punktalaus viðskipti eru með íbúðirnar í miðri viku fyrir þá sem búa utan svæðis.
Séu sumarbústaðir leigðir með stuttum fyrirvara (viku) eru viðskiptin punktalaus. Þeir eru einnig leigðir punktalaust í miðri viku á veturna. 
Íbúðir og sumarbústaðir sem losna eru auglýstir bæði á vefnum og á facebook. Þeir sem eiga fáa eða enga punkta þurfa þá að hringja á skrifstofuna til þess að láta bóka fyrir sig punktalaust. Ýmislegt stendur til að endurnýja nú í haust og verða gasgrill sett í bústaði félagsins.
Á Akureyri verður í vetur nýr leigukostur í boði sem er íbúð við Munkaþverárstræti en íbúðin við Kjarnagötu dettur út.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála