7.
september 2016
Endurgerð vefsvæðisins hjukrun.is er eitt af verkefnum félagsins þetta starfsár. Núverandi vefur er barns síns tíma, og þörf er á að aðlaga hann nýjum kröfum, bæði hvað varðar tækni og innihald. Nýr vefur verður snjallvefur, aðlagar sig að skjástærð og verður því auðlesanlegur bæði af tölvuskjá og síma. Einnig verður lögð áhersla á góða leit til að auðvelda aðgengi upplýsinga.
Endurskoðun efnis og uppbyggingu núverandi vefs er hafin, en í vetur verður unnið að hönnun vefsins. Gert er ráð fyrir að vefurinn verði klár til uppsetningar í byrjun næsta árs.