28.
september 2016
Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið föstudaginn 28. október 2016 kl. 9:00-16:00 á Hótel Natura, Reykjavík. Þingið er haldið í samstarfi fagsviðs og fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga.
Á þinginu verður horft til framtíðar hvað varðar geðheilbrigðisþjónustu og geðhjúkrun.
Fjallað verður um geðheilbrigði barna og unglinga, fullorðinna og aldraðra og þátt hjúkrunar í að efla geðheilsu þeirra með fyrirbyggjandi hjúkrun, meðferð og endurhæfingu.
Rýnt verður í stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og hvernig geðhjúkrunarfræðingar geta lagt henni lið. Á dagsrá verða ávörp, fyrirlestrar, umræður og hópvinna.
Nánari dagskrá og skráning