13.
október 2016
Styrktarsjóður Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga auglýsir styrki til umsóknar. Um er að ræða styrki til verkefna á sviði taugahjúkrunar hver þeirra að upphæð allt að 40 þúsund krónur. Rétt til umsókna eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í Fagdeild taugahjúkrunarfræðinga, eru skuldlausir gagnvart fagdeildinni og hafa verið meðlimir a.m.k. eitt ár í fagdeildinni. Umsóknarfrestur er til 31. október 2016.