Hjukrun.is-print-version

Við leitum að þátttakendum

RSSfréttir
18. október 2016

Fíh er að vinna að þarfagreiningu fyrir nýjan vef, og liður í því er að fá sjónarmið notenda vefsins um skipulag hans. Við leitum því að félagsmönnum sem geta lagt okkur lið í næstu viku, en þá verðum við með svokallaða flokkunaræfingu (card sorting).

Flokkunaræfing felst í því að raða síðum á væntanlegum vef í flokka og gefa þeim nafn. Alls verða 10 þátttakendur í æfingunni þar sem tveir og tveir vinna saman við að flokka síður og útskýra í framhaldi sína niðurstöðu. Æfingin tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Ekki er þörf á neinum sérstökum undirbúningi og verkefnið verður nánar útskýrt á staðnum.

Flokkunaræfingin verður í húsi félagsins, Suðurlandsbraut 22, Þriðjudaginn 25. október kl. 16.15

Ef þú vilt hjálpa okkur að gera betri vef með því að taka þátt í flokkunaræfingu, sendu þá póst á vefstjóra Fíh: herdis@hjukrun.is  eða sendu okkur skilaboð á facebook.

Vefstjórinn mun þá vera í sambandi við þig með nánari upplýsingar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála