Hjukrun.is-print-version

Mönnun og gæði í öldrunarþjónustu

RSSfréttir
31. október 2016

FULLBÓKAÐ ER Á RÁÐSTEFNUNA

Ráðstefna fyrir stjórnendur og starfsfólk í öldrunarþjónustu
Tími: Föstudagur 25. Nóvember 13:00- 16:30
Staðsetning: Askja hús Háskóla Íslands, fyrirlestrasalur N-132, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík

Á ráðstefnunni flytur dr. Christine Mueller, prófessor við háskólann í Minnesota tvö erindi, en hún hefur rannsakað og skrifað um áhrif mönnunar og hlutfalls fagfólks sem starfar í öldrunarþjónustu á gæði þjónustunnar og líðan íbúanna. Hún kynnir hvað rannsóknir hafa sýnt að er mikilvægt í þessum málum. Auk þess eru þrjú erindi á íslensku sem flutt eru af: Helgu Garðarsdóttur, deildarstjóra greiningardeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Sjá nánar í dagskrá

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála