18.
nóvember 2016
Föstudaginn 18. nóvember var haldið málþing um mikilvægi Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisafbrota. Málþingið var til heiðurs Eyrúnu B. Jónsdóttur en hún var að láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar eftir 23 ár, eða frá stofnun hennar. Á þessum tímamótum þakkar Fíh Eyrúnu fyrir sitt frumkvöðlastarf sem hún hefur unnið fyrir þennan málaflokk og framlag sitt í þágu hjúkrunar.