Í október síðastliðnum voru veittir styrkir úr Minningarsjóði Kristínar Thoroddsen, Minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar og Rannsókna- og vísindasjóði Fíh.
Styrk Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen hlautSteinunn Jónatansdóttir. Steinunn er í doktorsnámi og rannsakar landsbyggðarhjúkrun á Íslandi. Hún hlaut einnig styrk frá Rannsókna- og vísindasjóði vegna sama verkefnis.
Fimm styrkir voru veittir úr Minningarsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar:
Elísabet Ellertsdóttir og Guðrún Stefánsdóttir hlutu styrk vegna framhaldsnáms í nýburagjörgæslu.
Jóhanna Ósk Tryggvadóttir, Silja Björg Róbersdóttir og Sigrún Bjarnadóttir hlutu styrk vegna framhaldsnáms í gjörgæsluhjúkrun barna og nýbura.
Tveir styrkir voru veittir úr Rannókna- og vísindasjóði Fíh, en auk Steinunnar Jónatansdóttur hlaut Stefanía B. Arnardóttir styrk vegna verkefnisins Lesið í tjáningu ungbarna: Notkun samskiptalíkans í heimavitjunum ungbarnaverndar.