21.
nóvember 2016
Fjórða tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2016 er komið út. Tölublaðið er jafnframt síðasta útgáfa tímaritsins í smáforriti (appi) en frá og með næsta ári verður það gefið út á prenti tvisvar á ári, auk þess að haldið verður úti veftímariti á vef félagsins. Sömuleiðis verður opnaður nýr vefur á næsta ári og er fjallað um fyrirhugaðar breytingar í þessu tölublaði.
Í þankastriki blaðsins fjallar Arndís Vilhjálmsdóttir um hvaða erindi skaðaminnkun á við hjúkrunarfræðinga, og einnig er viðtal við Aðalstein Baldursson um skaðaminnkun en hann hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði um árabil.
Gunnar Helgason og Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifa um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og einnig skrifar Gunnar um frammistöðumat í hjúkrun. Rætt er um tilraunir til úrbóta í átt að jafnara kynjahlutfalli, Gísli Kort Kristófersson veltir fyrir sér fagvæðingu mennskunnar og rætt við hjúkrunarfræðinga með 40 ára reynslu í faginu.
Þrjár ritrýndar fræðigreinar fylgja þessu tölublaði.
Í þankastriki blaðsins fjallar Arndís Vilhjálmsdóttir um hvaða erindi skaðaminnkun á við hjúkrunarfræðinga, og einnig er viðtal við Aðalstein Baldursson um skaðaminnkun en hann hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði um árabil.
Gunnar Helgason og Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifa um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og einnig skrifar Gunnar um frammistöðumat í hjúkrun. Rætt er um tilraunir til úrbóta í átt að jafnara kynjahlutfalli, Gísli Kort Kristófersson veltir fyrir sér fagvæðingu mennskunnar og rætt við hjúkrunarfræðinga með 40 ára reynslu í faginu.
Þrjár ritrýndar fræðigreinar fylgja þessu tölublaði.