Hjukrun.is-print-version

Heiðursfélagi Fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
29. nóvember 2016

Á 20 ára afmælismálþingi fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga þann 17. nóvember 2016, kynnti stjórnin að Lilja Jónasdóttir yrði heiðursfélagi fagdeildarinnar.

Lilja hefur í tvo áratugi veitt sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki á Landspítala slökunar- og dáleiðslumeðferð, bæði einstaklingsmeðferð og hópmeðferð.

Hún hefur reynst góður málsvari krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Hún er frumkvöðull á Landspítala í þróun og framboði viðbótarmeðferða á krabbameinssviði; t.a.m. slökun, dáleiðslu, hreyfingu og sálrænan stuðning.

Lilja vann ötullega að því öll sín starfsár, af einskærum áhuga og ástríðu, að þessi þjónusta stæði fólki til boða og að hún myndi smám saman vaxa og dafna. Sjúklingar og aðstandendur hafa lýst mikilli ánægju með slökunarmeðferðar-þjónustuna, sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif hennar á líðan þeirra.

Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga vill halda heiðri Lilju áfram á lofti með því að viðhalda og efla enn frekar leiðir gagnreyndra viðbótarmeðferða.

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála