Hjukrun.is-print-version

Hámarksupphæð styrks aukin

RSSfréttir
20. desember2016
Í ár opnaði Styrktarsjóður fyrir nýja styrkveitingu: Heilsustyrk. 1078 hjúkrunarfræðingar hafa nýtt sér styrkinn á árinu, og eru það um 35% af þeim félagsmönnum sem eiga rétt í sjóðinn. Er þetta svipað hlutfall og hefur verið í gegnum tíðina.

Stjórn Styrktarsjóðs hefur ákveðið að frá 1. janúar 2017 verði styrkur vegna Heilsustyrks hækkaður úr 25.000 kr í 35.000 kr.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta á nýju ári og skila inn umsókn með rafrænum gögnum á Mínum síðum.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála