11.
janúar 2017
Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í B-hluta Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er til 15. mars 2017.
Umsóknir skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgiskjölum á netfangið visindasjodur@hjukrun.is fyrir miðnætti 15. mars n.k.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir og fræðaskrif sjóðsfélaga sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Aðild að sjóðnum eiga þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í Fíh og launagreiðendur hafa greitt fyrir í Vísindasjóð á árinu 2016.
Sjóðsfélagar sem eru í námi geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til meistaragráðu (30 ECTS hið minnsta) eða doktorsgráðu.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði sjóðsins.