Hjukrun.is-print-version

Kynning á framhaldsnámi í hjúkrun

RSSfréttir
3. febrúar 2017
Staður: Í sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22
Einnig sent út sem fjarfundur. Skráning er nauðsynleg á fjarfund

Tími: Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 klukkan 16:30


Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ráðgerir að hefja 30 ECTS eininga diplómanám í hjúkrun langveikra og fjölskyldna þeirra, skólaárið 2017-2018. Námið er ætlað hjúkrunarfræðingum sem vilja sérhæfa sig í hjúkrun ýmissa hópa langveikra m.a. lungnasjúklinga.

Námið er hlutanám þannig að hægt er að stunda það með starfi. Umsjón með náminu hefur Þóra Jenný Gunnarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, en námsnefnd skipa: Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Marianne E. Klinke.

Kynningarfundur um framhaldsnámið verður haldinn í sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þann 15. febrúar 2017 klukkan 16:30. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt er mögulegt að fylgjast með kynningunni i fjarfundi.
Skráning á fjarfund fer fram með því að senda tölvupóst á: Jonina@REYKJALUNDUR.is
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála