7.
febrúar 2017
Eitt framboð barst til kjörnefndar frá Guðbjörgu Pálsdóttur, starfandi formanni félagsins, og er hún því sjálfkjörin sem formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kjörtímabilið 2017-2019. Kjörtímabilið hefst á aðalfundi Fíh 2017, þann 18. maí.
F.h. kjörnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Margrét Tómasdóttir