16.
febrúar 2017
Tilkynning til hjúkrunarfræðinga frá Námsbraut í ljósmóðurfræði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Haustið 2019 er gert ráð fyrir að taka í notkun breytta námsskrá í ljósmóðurfræði. Inntökuskilyrði verða áfram BS próf í hjúkrunarfræði og hjúkrunarleyfi á Íslandi en náminu mun ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda (120 einingar) í stað kandidatsgráðu.
Námsskráin byggir á nýrri námsskrá í hjúkrunarfræði sem byrjað var að kenna eftir haustið 2015. Forkrafa fyrir umsókn í ljósmóðurnám er að hafa lokið tveimur valnámskeiðum á 4. ári á sviði kyn- og kvenheilbrigði (16 einingar). Ennfremur námskeiðið Hagnýting þekkingar í
hjúkrun (10 einingar) verði á sviðum sem nýtast sem grunnur í ljósmóðurnámi eins og innan heilsugæslu (t.d. ung- og smábarnavernd), barnahjúkrunar (t.d. nýburagjörgæsla), heilbrigði kvenna, stjórnun, bráða- og gjörgæsluhjúkrun.
Tekið er inn í ljósmóðurnám samkvæmt núverandi kerfi tvisvar sinnum enn, þ.e. haustið 2017 og 2018. Inntaka og kennsla samkvæmt nýrri námsskrá verður svo haustið 2019.
Haustið 2019 er gert ráð fyrir að taka í notkun breytta námsskrá í ljósmóðurfræði. Inntökuskilyrði verða áfram BS próf í hjúkrunarfræði og hjúkrunarleyfi á Íslandi en náminu mun ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda (120 einingar) í stað kandidatsgráðu.
Námsskráin byggir á nýrri námsskrá í hjúkrunarfræði sem byrjað var að kenna eftir haustið 2015. Forkrafa fyrir umsókn í ljósmóðurnám er að hafa lokið tveimur valnámskeiðum á 4. ári á sviði kyn- og kvenheilbrigði (16 einingar). Ennfremur námskeiðið Hagnýting þekkingar í
hjúkrun (10 einingar) verði á sviðum sem nýtast sem grunnur í ljósmóðurnámi eins og innan heilsugæslu (t.d. ung- og smábarnavernd), barnahjúkrunar (t.d. nýburagjörgæsla), heilbrigði kvenna, stjórnun, bráða- og gjörgæsluhjúkrun.
Tekið er inn í ljósmóðurnám samkvæmt núverandi kerfi tvisvar sinnum enn, þ.e. haustið 2017 og 2018. Inntaka og kennsla samkvæmt nýrri námsskrá verður svo haustið 2019.