28.
febrúar 2017
Orlofsblað Fíh 2017 hefur verið borið í hús, en rafræna útgáfu má finna hér: Orlof 2017.
Vefurinn opnar 14. mars kl. 9:00 fyrir punktastýrða úthlutun.
Þá geta þeir sem eiga 112 punkta eða fleiri bókað sér sumarhús/íbúð. 21. mars geta þeir sem eiga 82 eða fleiri punkta sótt um og 28. mars geta þeir sem eiga 15 eða fleiri punkta sótt um. Þeir sem eiga fáa eða enga punkta geta sótt um þegar vika er til stefnu.
Að auki verður í sumar í boði nýtt útleiguform: Flakkari.
Hann býðst í þremur bústöðum í sumar: Bláskógum við Úlfljótsvatn, íbúðinni í Breiðdalsvík og íbúð á Þingeyri, neðri hæð. Flakkari þýðir að félagsmaður er ekki bundinn við heila viku í leigu, heldur getur hann tekið 1-7 sólarhringa á sama stað.
Íbúðir félagsins, Sóltún og Klapparstígur í Reykjavík og Furulundur á Akureyri heyra ekki undir sumarleigu. Þar er alltaf allan ársins hring opnað með þriggja mánaða fyrirvara næsti mánuður. Og aðeins þar gildir 15 daga forgangur fyrir þá sem búa utan svæðis.
Athugið að opnað verður fyrir síma skrifstofu kl. 9:00 þann 14. mars.