28.
mars 2017
Opinn kynningarfundur 30. mars nk. kl. 16:00 -17:00 í st. 101 Eirbergi
Meistaranám
Hægt er að velja um hjúkrun aðgerðasjúklinga og bráðveikra, hjúkrun langveikra, öldrunarhjúkrun og heimahjúkrun, svæfingahjúkrun, skurðhjúkrun, heilsugæsluhjúkrun, barnahjúkrun, geðhjúkrun, aðra klíníska sérhæfingu, hjúkrunarstjórnun og rannsóknaþjálfun.
ATH: Breytingar hafa orðið á klínísku meistaranámi í Hjúkrunarfræðideild sem ætlað er að undirbúa nemendur enn betur en áður fyrir hlutverk sérfræðinga í hjúkrun. Eins og áður er einnig boðið upp á MS nám í hjúkrunarstjórnun auk MS námsleiðar með áherslu á rannsóknir í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar með fyrstu einkunn á BS prófi frá HÍ eða sambærilegu námi geta fengið allt að 30 einingar metnar úr BS náminu.
Ljósmóðurfræði
Í boði verður grunnnám (til kandídatsprófs) og meistaranám í ljósmóðurfræði.
Diplómanám
Viðbótardiplómanám með starfi: Krabbameinshjúkrun (30e), hjúkrun langveikra (30e), hjúkrunarstjórnun (32e), svæfingahjúkrun (80e) og skurðhjúkrun (80e). Að auki er boðið upp á þverfræðilegt diplómanám í kynfræði (30e).
Doktorsnám
Tekið er við umsóknum um doktorsnám í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði allt árið.
Upplýsingar
Upplýsingar veita verkefnastjórar framhaldsnáms: Margrét Gunnarsdóttir, maggagu@hi.is (s. 525 5204) og Elín Helgadóttir, elinh@hi.is (s. 525 4910).
Sjá einnig www.hjukrun.hi.is.
Umsóknarfrestur um diplómanám og meistaranám er til 15. apríl 2017. Sótt er um rafrænt á www.hi.is.