12.
maí 2017
Í dag á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga, voru afhentir styrkir úr Vísindasjóði félagsins B-hluta til 14 rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga að upphæð 10 miljónir króna. Styrkirnir voru veittir til sjö meistararannsókna, þriggja doktorsverkefna og fjögurra vísindarannsókna hjúkrunarfræðinga. Styrkupphæðir voru á bilinu rúmlega 200 þúsund króna til rúmlega einnar miljónar.
Styrkhafar í ár eru Arna Skúladóttir, Arnfríður Magnúsdóttir, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eva Hilmarsdóttir, Gerður Rán Freysdóttir, Margrét Gísladóttir, Marianne Klinke , Nína H. Gunnarsdóttir, Rannveig J. Jónsdóttir, Sigríður Árna Gísladóttir og Stefanía B. Arnardóttir.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina og óskar þeim velfarnaðar í áframhaldandi rannsóknarvinnu sinni.