Hjukrun.is-print-version

Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar!

RSSfréttir
12. maí 2017


Í dag eru 197 ár frá fæðingardegi Florence Nightingale, og alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga.
Við fögnum deginum með dagskrá í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og bjóðum alla hjúkrunarfræðinga velkomna:

Alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga verður fagnað í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, kl. 14:00-16:30
Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjúkrunarfræðingar velkomnir.

Dagskrá 12. maí 2017

Afhending styrkja úr B-hluta Vísindasjóðs

Ávarp
Eydís K. Sveinbjarnardóttir formaður stjórnar Vísindasjóðs

Kynning á tveimur doktorsrannsóknum sem fengu styrk úr sjóðnum:

  • Arnrún Halla Arnórsdóttir kynnir rannsókn sína „Gildi samhygðar í hjúkrun og mannleg reisn. Ný nálgun að því hvernig hægt er að nota samhygð til að tryggja gæði meðferðarsamskipta milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga, með áherslu á umönnun einstaklinga sem þjást af heilabilun“.
  • Rannveig J. Jónasdóttir kynnir rannsókn sína „Eftirgæsla sjúklinga eftir útskrift af gjörgæslu. Framsýn samanburðarrannsókn“.

Rannsókna- og vísindasjóður 30 ára

Ávarp
Herdís Sveinsdóttir

Afhending hátíðarstyrks úr Rannsókna-og vísindasjóði
Styrkhafi Margrét Hrönn Svavarsdóttir.

Kynning á rannsókn styrkhafa

„Lífsstíll, áhættuþættir og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm“.

Léttar veitingar





 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála