Hjukrun.is-print-version

Golfmót hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
16. maí 2017


Golfmót Félags hjúkrunarfræðinga verður haldið á golfvelli Golfklúbbs GKG, Leirdal í Garðabæ, fimmtudaginn 29. júní. Ræst er út frá klukkan 13:00 til 15:00 Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og veitt verða sérstök makaverðlaun fyrir fyrsta sæti.

Að auki eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins, verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 12. holu (bolti verður að enda á braut 12. holu) og dregið úr skorkortum (til þess að geta fengið úrdráttarvinning verður keppandi að vera viðstaddur úrdráttinn).

Að móti loknu fer fram verðlaunaafhending í fallegum veitingaskála GKG, Mulligan þar sem keppendur geta fengið sér veitingar og drykk á góðu verði.

Skráning á golf.is hefst fimmtudaginn 1. júní kl. 10. Mótsgjald er 4.500 kr. og skal greiða í golfverslun GKG. Síðasti afskráningardagur er 28. júní kl. 15:30

Takið daginn frá og látið ykkur hlakka til.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála