Hjukrun.is-print-version

Ráðstefna ICN í Barcelona 27. – 31. maí

RSSfréttir
18. maí 2017


Samtök hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) bjóða félagsmönnum sínum sem taka þátt í ráðstefnu ICN í Barcelona til móttöku sunnudaginn 28. maí kl. 19:00-21:00. Þar verður boðið upp á léttar veitingar í fallegu umhverfi og góðum félagsskap kollega frá öllum Norðurlöndunum. Sjá boðsbréf.

Þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa hug á að þiggja boðið eru vinsamlega beðnir að skrá sig (leiðbeiningar um skráningu á ensku) þannig að hægt sé að fá upplýsingar um hversu margir mæta.

SSN verður með bás á ráðstefnunni þar sem félögin innan SSN kynna sig. Þema SSN er Person centered care og valdi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að varpa ljósi á þátt hjúkrunarfræðinga í hjúkrun einstaklinga með geðræn vandamál í því samhengi.

Það er von okkar að sem flestir íslensku þátttakendurnir mæti í móttökuna og komi við á bás SSN sem er kynntur undir enska heitinu Nordic Nurses Federation (NNF).

Fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MS
sviðstjóri fagsviðs
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála