22.
maí 2017
Síðastliðinn föstudag veitti Öldrunarráð viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra, en slík viðurkenning er veitt árlega. Margrét Gústafsdóttir, sem átt hefur drjúgan þátt í því að hefja störf hjúkrunarfræðinga í þágu aldraðra til vegs og virðingar hlaut viðurkenninguna í ár.
Margrét Gústafsdóttir hjúkrunarfræðingur sérmenntaði sig í öldrunarhjúkrun og var fyrsti íslenski hjúkrunarfræðingurinn sem lauk meistara- og síðar doktorsprófi í sérgreininni. Hún leiddi m.a. uppbyggingu öldrunarþjónustu B-álmu Borgarspítalans á upphafsárum starfseminnar þar og var hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunardeilda spítalans um árabil. Þá byggði Margrét upp kennslu í öldrunarhjúkrun við Háskóla Íslands og var í góðu sambandi við hvers kyns þjónustustofnanir fyrir eldri borgara með nemana sína í starfsþjálfun.
Frétt Öldrunarráðs