Hjukrun.is-print-version

Umfjöllun um laun hjúkrunarfræðinga og lækna

RSSfréttir
25. maí 2017

Vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 20 maí sl. þar sem borin eru saman laun lækna og hjúkrunarfræðinga vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) koma eftirfarandi á framfæri:

Samanburður á launum hjúkrunarfræðinga og lækna á Íslandi við laun kollega þeirra á Norðurlöndum er villandi og ber þess merki að verið sé að reyna að blekkja með tölfræði.


Gengi gjaldmiðla þeirra landa sem samanburðurinn á við hefur lækkað mikið á milli áranna 2015 og 2017. Til að mynda var gengi norsku krónunnar um mitt ár 2015 17,6 krónur en þann 18. maí 2017 var það 11,6 krónur. Lækkunin á milli áranna 2015 og 2017 er því um 48%. Fram kemur í greiningu SA að laun hjúkrunarfræðinga og lækna séu reiknuð út frá gengi ársins 2017. Þegar farið er ofan í saumana á útreikningum og launin borin saman á gengi hvers árs blasir ný mynd við, sem sýnir að launamunurinn er mun minni en segir í úttrekt SA og sýnir að hjúkrunarfræðingar á Íslandi eru með lægri laun en hjúkrunarfræðingar í Danmörku og Noregi (sjá töflu 1 og 2. Tölur eru í þúsundum íslenskra króna)

 

Tafla 1. Greining SA í Morgunblaðinu 20.maí 2017

                   Læknar Hjúkrunarfr.
   2015  2016  2015 2016
Danmörk             894        914             517
       528
Noregur
 974  967  538  550
Svíþjóð
 677  727  361  394
Ísland*
 1.160  1.132  560  610
Ísland**
 1.373  1.473  680  744

*Regluleg laun

**Regluleg heildarlaun


Tafla 2. Útreikningur Fíh á launum miðað við gengi hvers árs


                       Læknar  Hjúkrunarfr.
   2015  2016  2015 2016
Danmörk               1.180      1.139             682
       658
Noregur
 1.441     1.219  796  693
Svíþjóð
 930  942  496  510
Ísland*
 1.160  1.132  560  610
Ísland**
 1.373  1.473  680  744

*Regluleg laun

**Regluleg heildarlaun


Þá vantar inn í úttrektina að taka inn aðra þætti eins og samsetningu launa, mismunandi hátt vaktaálag, vinnutíma og starfshlutfall. Vinnutími hjúkrunarfræðinga er mun lengri hér en á Norðurlöndum og eins er meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga einungis um 70% á Íslandi skv. nýlegri könnun Fíh. Kaupmáttur er einnig mismunandi á milli landa og er hann ekki tekinn inn í greininguna.

Greining SA sýnir að launamunur á hjúkrunarfræðingum og læknum er hvergi meiri en á Íslandi. Hins vegar er ekkert rætt um það í umfjöllun Morgunblaðsins. Launamunurinn á læknum og hjúkrunarfræðingum á Íslandi er 86% þegar borin eru saman regluleg mánaðarlaun en um 98% þegar borin er saman heildarlaun. Munurinn er um 80% á hinum Norðurlöndunum (sjá töflu 3).

Laun hjúkrunarfræðinga eru einnig að meðaltali um 20-30% lægri en annarra háskólamenntaðra starfsmanna hins opinbera með sambærilega menntun og ábyrgð. Skortur er á hjúkrunarfræðingum til starfa á Íslandi. Nýleg könnun Fíh sýnir að um 290 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa miðað við fjármögnuð stöðugildi en um 500 þegar miðað er við mat hjúkrunarforstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar á þörf fyrir hjúkrunarfræðinga.


Tafla 3. Launamunur á hjúkrunarfræðingum og læknum


   2015  2016
Danmörk             73%        73%
Noregur
81%    76%
Svíþjóð
 88%  85%
Ísland*
 107%  86%
Ísland**
 102%  98%

*Regluleg laun

**Regluleg heildarlaun


Ljóst er að samanburðurinn sem fram kemur í greiningu SA sýnir ekki rétta mynd. Skoða þarf heildarmyndina þegar verið er að bera saman laun milli landa en ekki bara afmarkaða hluta.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar umræðu og umfjöllun um laun hjúkrunarfræðinga en hvetur til að vandað sé til verka í slíkri umfjöllun.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála