Hjukrun.is-print-version

Breyttar starfsreglur Orlofssjóðs

RSSfréttir
29. maí 2017

Á aðalfundi Fíh sem haldinn var 18. maí síðastliðinn voru samþykktar breytingar á starfsreglum orlofssjóðs.

Fagaðilar hafa nú sjóðsaðild svo lengi sem þeir eiga punkta. Á þennan hátt hafa þeir rétt til jafns við lífeyrisþega, og geta nýtt sér þá punkta sem þeir hafa unnið sér til.

Sjóðsfélagar sem ekki eiga punkta geta eins og aðrir félagsmenn leigt lausar íbúðir og bústaði með viku fyrirvara.

Einnig var ítrekað bann við því að sjóðsfélagar framselji öðrum leigurétt eða leyfi ókunnugum
að leigja í sínu nafni húsnæði Orlofssjóðs. Sé því banni ekki framfylgt gildir eftirfarandi refsiákvæði:
Ef sjóðsfélagi verður uppvís að framsali á leigurétti eða hefur leyft öðrum óviðkomandi að leigja í sínu nafni er hann áminntur og skal leyfa sjóðsfélaga að tala sínu máli. Við endurtekið brot á ofangreindu banni missir sjóðsfélagi rétt til úthlutunar í þrjú ár.

Þrifagjald var jafnframt hækkað miðað við núgildandi vísitölu neysluverðs og reglur varðandi innheimtu þess festar í sessi.

Nánari skýringar á breytingum er að finna í breytingartillögu Orlofssjóðs sem lögð var fyrir aðalfund og
starfsreglur Orlofssjóðs má lesa á vef félagsins.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála