19.
júní 2017
Eyrún var ein þeirra fjórtán sem sæmd voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu samkvæmt venju þann 17. júní síðastliðinn. Eyrún hefur látið af störfum en undanfarin 23 ár starfaði hún sem verkefnastjóri Neyðarmótttökunnar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar henni innilega til hamingju með viðurkenninguna og fyrir framlag sitt í þágu hjúkrunar.