Hjukrun.is-print-version

Sameining LH við B deild LSR

RSSfréttir
4. september 2017

Á Alþingi s.l. vor voru samþykkt lög um breytingar LH, og samkvæmt þeim mun LH sameinast B deild LSR. Réttindi sjóðsfélaga í LH flytjast því yfir í B deild LSR og er þess gætt að enginn sjóðsfélagi tapi réttindum við sameininguna.

Miðvikudaginn 13. september n.k. kl. 16 er fundur í sal Fíh Suðurlandsbraut 22 fyrir hjúkrunarfræðinga í LH sem greiða í LH og eiga eftir að hefja töku lífeyris. Á fundinum mun Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR og Ágústa Gísladóttir forstöðumaður réttindamála fara yfir sameiningu sjóðanna og þær breytingar sem snúa að sjóðsfélögum LH.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála