4.
september 2017
Á Alþingi s.l. vor voru samþykkt lög um breytingar LH, og samkvæmt þeim mun LH sameinast B deild LSR. Réttindi sjóðsfélaga í LH flytjast því yfir í B deild LSR og er þess gætt að enginn sjóðsfélagi tapi réttindum við sameininguna.
Miðvikudaginn 13. september n.k. kl. 16 er fundur í sal Fíh Suðurlandsbraut 22 fyrir hjúkrunarfræðinga í LH sem greiða í LH og eiga eftir að hefja töku lífeyris. Á fundinum mun Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR og Ágústa Gísladóttir forstöðumaður réttindamála fara yfir sameiningu sjóðanna og þær breytingar sem snúa að sjóðsfélögum LH.