Síðastliðið vor var Fíh með fundarferð um landið undir yfirskriftinni „Við hlustum á þig“ en þá ferðaðist formaður Fíh, Guðbjörg Pálsdóttir auk sviðstjóra fagsviðs og kjarasviðs um landið og hitti félagsmenn Fíh.
Markmiðið með fundunum var fyrst og fremst að heyra hvað félagsmenn höfðu frá að segja og svara þeim spurningum sem þeir gætu haft.
Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sitja fyrir svörum og leitast við að svara spurningum á opnum fundum fyrir félagsmenn.
Haldnir verða eftirfarandi fundir:
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala:
16.október kl. 15:30 - 16:30
19.október kl. 15:30 - 16:30
25.október kl. 15:30 - 16:30
Hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
30.október 15:30 - 16:30
Hjúkrunarfræðingar á stofnunum SFV (Hrafnistuheimilin, Skjól, Eir, Hamrar, Mörk, Grund ofl.)
31.október kl. 15:30 - 16:30
Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg
6.nóvember kl. 15:30 - 16:30
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri!
Allir fundir eru haldnir í sal Fíh, Suðurlandsbraut 22