18.
október 2017
Á sama tíma og viðvarandi skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum hefur velferðarráðuneyti hvorki sett sér stefnu um málið né aðgerðaráætlun. Búast má við að álag í heilbrigðisþjónustu muni aukast töluvert á næstu árum, bæði vegna hækkandi lífaldurs og aukinna tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Því er mikilvægt að stjórnvöld tryggi næga nýliðun í stéttinni og vinni markvisst að því að lágmarka brotthvarf úr stéttinni að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Hjúkrunarfræðingar - Mönnun, menntun og starfsumhverfi
Frétt Ríkisendurskoðunar: Fjölga þarf hjúkrunarfræðingum