23.
október 2017
Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur náð samkomulagi um sölu á gjafabréfum í pakkaferðir á vegum Sumarferða og Úrvals-Útsýnar.
Hver félagsmaður getur fengið allt að tvo afsláttarmiða á ári, en þá má nota í sömu bókun, svo framarlega sem a.m.k. 2 farþegar séu í bókun.
Afsláttarmiðinn kostar félagsmanninn 19.000 kr. og 2 punkta en er 30.000 kr. virði.
Ath. Afsláttarbréfin gilda ekki í jóla- og páskaferðir eða í áætlunarflug sem tengjast sérferðum.