7.
nóvember 2017
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að áhugasömum og drífandi einstaklingi í starf fulltrúa á skrifstofu frá og með 1. janúar næstkomandi.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli.
Starfssvið:
- Almenn skrifstofustörf
- Umsjón með orlofsvef og úthlutun úr orlofssjóði
- Umsjón með félagaskrá félagsins
- Tengsl við stjórnir vísinda- og orlofssjóðs
- Umsjón með skjalavinnslukerfi félagsins
- Umsjón með fjarfundabúnaði félagsins
- Auglýsingaöflun fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða önnur haldbær menntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
- Góð almenn tölvukunnátta, t.d. í word og excel
- Skipulagshæfileikar og góð yfirsýn yfir verkefni
- Þekking á tölvukerfunum DK og Hannibal er kostur
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á gudbjorg@hjukrun.is.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í síma 540-6400 eða í tölvupósti gudbjorg@hjukrun.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2017.