Hjukrun.is-print-version

Stuðningur við verkfall færeyskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
15. nóvember 2017

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lýst yfir stuðningi við Felagið Føroyskir Sjúkrarøktarfrøðingar í yfirstandandi verkfalli þeirra:

Stuðningsyfirlýsing
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir stuðningi við Felagið Føroyskir Sjúkrarøktarfrøðingar í yfirstandandi verkfalli þeirra og  baráttu þeirra fyrir bættum launakjörum.

Mikilvægt er að laun hjúkrunarfræðinga í Færeyjum séu samkeppnishæf og hjúkrunarfræðingar fái menntun sína og ábyrgð í starfi metna til launa.

Það er ljóst að hjúkrunarfræðingar eru mikilvægur hluti af öflugu heilbrigðiskerfi hvers samfélags. Því þurfa laun hjúkrunarfræðinga að vera með þeim hætti að þeir haldist í starfi og nýliðun sé möguleg.

Hjúkrunarfræðingar á Íslandi senda hjúkrunarfræðingum í Færeyjum baráttukveðjur.

Með kærri kveðju

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála