Hjukrun.is-print-version

Fundur evrópskra ritstjóra

RSSfréttir
24. nóvember 2017

Árlegur fundur samráðsvettvangs evrópskra ritstjóra (European editors network) var haldinn í húsakynnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir skömmu. Ritstjórarnir fjölluðu um m.a. um þróun tímaritanna, efnistök og fyrirhugaðar breytingar á tímaritunum.

„Þetta er mikilvægur samráðsvettvangur meðal ritstjóra hjúkrunartímarita, hvort sem um er að ræða efnistök, ljósmyndir, umbrot eða samskipti við lesendur. Við höfum komið upp síðu á netinu þar sem við skiptumst á hugmyndum og leitum til hvors annars með efnistök ýmiss konar,“ segir Helga ritstjóri. Fjöldi áhugaverðra hugmynda komu fram og er á döfinni að efla enn frekar samvinnuna með greinarskrifum og samanburði á milli Evrópulandanna.  

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála