Veiðikortið 2018
Veiðikortið er mjög hagkvæmur kostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða ótakmarkað í rúmlega 3veiðivötnum víðs vegar á landinu sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.
Með kortinu fylgir veglegur bæklingur þar sem vötnin eru ýtarlega kynnt til að auðvelda aðgengið að þeim sem og kynna fyrir korthöfum þær reglur sem gilda við hvert vatnasvæði. Einnig eru þar kort og myndir frá vatnasvæðunum sem í boði eru. Hægt er að skoða bæklinginn á heimasíðu Veiðikortsins, www.veidikortid.is en þar má einnig lesa fréttir, fara á spjallið og lesa reglur og upplýsingar um vatnasvæðin. Einnig er hægt að sækja veiðiskýrslu og skoða myndasafn fyrir hvert vatnasvæði fyrir sig.
Veiðikortið kostar 3.300 kr. og er til sölu á orlofsvef félagsins. Einungis er hægt að kaupa tvö veiðikort á hverja kennitölu félagsmanns. 1 punktur dregst frá við kaup kortsins. Eftir að greitt hefur verið fyrir kortið verður það sent í pósti til viðkomandi félagsmanns. Tryggið ykkur Veiðikortið tímalega.
Nýtt í boði eru gjafabréf frá Ferðaskrifstofu Íslands í pakkaferðir hjá Úrval-Útsýn og Sumarferðum. Einnig hótelmiðar frá Silva-gistinu í Eyjafirði sem býður gistingu í sumarhúsum/íbúð til leigu eina nótt eða fleiri.
Einnig eru miðar í Hvalfjarðargöngin, Menningarkortið og gjafabréf flugfélaganna í boði fyrir félagsmenn á orlofsvefnum.