Hjukrun.is-print-version

Fjórða árs nemum HÍ boðið til hádegisverðarfundar

RSSfréttir
16. janúar 2018

Tæplega 60 fjórða árs nemendur við Háskóla Íslands komu á hádegisfund sem haldinn var á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á veitingastaðnum Nauthól í dag.

Fulltrúar félagsins kynntu starfsemi félagsins og ræddu við nemendurna um réttinda- og kjaramál og mikilvægi þess að gæta að sínum réttindum í upphafi starfsferils.

Fjöldi fyrirspurna voru meðal nemendanna og tilhlökkun að takast á við hjúkrunarstarfið en langflestir hafa hug á að starfa við fagið.

Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, lagði áherslu við nemendur að skoða með opnum huga hvað þeim stæði til boða að námi loknu og ítrekaði við þá að standa vörð um hagsmuni sína og þarfir.

Nemendurnir fengu að gjöf Sögu hjúkrunar, auk þess að fá dagbók og siðareglur félagsins.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála