Hjukrun.is-print-version

Starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör

RSSfréttir
9. febrúar 2018
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga miðvikudaginn 28. febrúar n.k. kl. 13:00-16:00 á hótel Reykjavík Natura. Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg.

Í framhaldi af málþinginu verður boðið upp á námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga til að efla sig og styrkja í leik og starfi.  Eitt þeirra er er Kyrrðarjóga fyrir hjúkrunarfræðinga, en það er fjögurra vikna námskeið sem hjúkrunarfræðingarnir og jógakennararnir Laufey og Rebekka standa fyrir og er markmiðið að hjálpa hjúkrunarfræðingum að ná tökum á streitu og finna innri kyrrð og ró. 

Dagskrá þingsins

13:00  
Setning
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh 
 
13:10
Ávarp: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra 

 13:20 Starfsumhverfi og álag í starfi hjúkrunarfræðinga
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh 

13:40
Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um stytting vinnuvikunnar 
Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar

14:05
Er hægt að ná þjóðasátt um bætt kjör kvennastétta 
Þorsteinn Víglundsson alþingismaður, fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra

14:30 
Pallborðsumræður: Þátttakendur í pallborði eru Guðbjörg Pálsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Ragnhildur Ísaksdóttir

15:00 
Kaffihlé 

15:15 
#metoo - og hvað svo? 
Gestur K. Pálmason markþjálfi 

15:35
Kulnun og bjargráð
Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur og EMDR meðferðaraðili 

16:00 
Málþinginu slitið
 

 

Aðgangur er ókeypis en skráning er nauðsynleg.

Skráning á málþingið



 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála