Hjukrun.is-print-version

Heimsókn sænskra hjúkrunarfræðinga til landsins

RSSfréttir
9. mars 2018

Formenn og yfirmenn fag-og menntamála Félags hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð (Vårdforbundet) heimsóttu Ísland og kynntu sér menntun og störf sérfræðinga í hjúkrun hér á landi auk þess sem þær fengu upplýsingar um Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, lög og reglugerðir er varða hjúkrun og hjúkrunarfræðinga og jafnlaunastefnu á Íslandi. Heimsóttu þær hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Landspíta og að lokum félagið en þangað kom m.a fulltrúi frá heilbrigðisráðuneytinu. Voru þær ánægðar með heimsóknina og fannst þær hafa fengið miklar og góðar upplýsingar sem myndu nýtast þeim vel.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála