Hjukrun.is-print-version

Nýting orlofshúsa

RSSfréttir
11. maí 2018
Nýting orlofshúsa á vegum félagsins yfir vetrarmánuðina hefur almennt farið batnandi undanfarin ár eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nýting sl. vetur (2017-2018) hefur verið ágæt, en það skal nefnt að páskarnir í ár eru ekki hluti af þessum tölum og þar sem nýting er venjulega um 100% þá daga, má reikna með að nýtingartölur verði ívið hærri þegar tímabilið sept 2017 - maí 2018 verður skoðað í byrjun júní.

Á Siglufirði var gerð tilraun með vetrarleigu frá desember 2017 en sá orlofskostur hefur ekki verið nýttur nægjanlega af félagsmönnum og því verður þeim samningi ekki framhaldið eftir sumarið í sumar. Húsin á Bjarteyjarsandi eru einungis leigð til félagsmanna um helgar yfir vetrarmánuðina og því er nýting þar betri en samanburður við önnur hús.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála