Styrkir úr Vísindasjóði félagsins B-hluta voru afhentir 22. maí í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 22. Alls voru veittir styrkir til 18 rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga að upphæð rúmar 14 miljónir króna. Styrkirnir voru veittir til sjö meistararannsókna (M), fimm doktorsverkefna (D) og sex vísindarannsókna (V) hjúkrunarfræðinga. Styrkupphæðir voru á bilinu 200 þúsund króna til 1.2 miljónar króna.
Styrkhafar í ár eru Anna Ólafía Sigurðardóttir (V), Anna Ólafsdóttir (M), Brynja Ingadóttir (V), Fanný H. Þorsteinsdóttir (M), Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir (M), Helga Jónsdóttir (V), Hulda Gestsdóttir (M), Ingibjörg Margrét Bjarnadóttir (D), Jóhanna Bernharðsdóttir (V), Jónína Sigurgeirsdóttir (D), Kristín G. Sæmundsdóttir (M), Kristín Jóhannesdóttir (M), Laufey Birgisdóttir (M), Margrét Guðnadóttir (D), Marianne Klinke (V), Rakel Björg Jónsdóttir (V, D) og Silvía Ingibergsdóttir (D).
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina og óskar þeim velfarnaðar í áframhaldandi rannsóknarvinnu sinni.