Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ákvað í júní sl. að hækka alla hjúkrunarfræðinga sem starfa á sjúkrahúsinu um einn launaflokk frá 1.júlí þ.e. hækka hvert starf í stofnanasamningnum um einn flokk.
Meginástæða hækkunarinnar er að hjúkrunarfræðingar á SAk hafa komið verr út í úttektum á vegum Fíh og Fjármálaráðuneytisins þegar borin eru saman meðal dagvinnulaun. Framkvæmdastjórn SAk taldi því mikilvægt að SAk verði samkeppnisfært í ráðningum hjúkrunarfræðinga með bættum launakjörum.
Samþykkt var eftirfarandi á fundi framkvæmdastjórnar SAk þann 26. apríl 2018:
Unnið verði að framgangi hjúkrunarfræðinga í gegnum stofnanasamninga þannig að frammistöðumat verði nýtt við ákvörðun á launahækkun hjúkrunarfræðinga sem leiði af sér að meðaltalsdagvinnulaun hækki um 5% frá 1. september n.k. og um 2,5% á árinu 2019 en tímasetning þess er háð fjárveitingum til ársins 2019.
Það er von framkvæmdastjórnar að ofangreind viðbrögð stuðli að aukinn ánægju hjúkrunarfræðinga, efli nýliðun, og að SAk verði samkeppnishæft varðandi ráðningu hjúkrunarfræðinga.
Grunnlaunasetning hjúkrunarfræðinga á SAk verður því með eftirfarandi hætti frá 1. júlí:
Starfaflokkur | Launaflokkur | Laun m.v. fullt starf |
Starf 1- Byrjandi í starfi |
5:0 |
415.791 |
Starf 2- Komin vel á veg í starfi |
5:1 |
426.185 |
Starf 3- Fær í starfi |
6:0 |
436.580 |
Starf 4-Vel fær í starfi |
7:0 | 458.409 |
Starf 5- Mjög fær í starfi |
8:0 |
481.330 |