Hjukrun.is-print-version

Breyting á launum nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga á Landspítala

RSSfréttir
21. ágúst 2018

Þann 13. ágúst s.l. var samþykkt í framkvæmdastjórn Landspítala breyting á grunnlaunasetningu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í starfsheitinu Hjúkrunarfræðingur A, úr launaflokki 032 í launaflokk 042 samkvæmt kjarasamningi Fíh.

Með því að slá saman launaflokkum fyrir starfslýsingar hjúkrunarfræðinga A1, A2 og B1 í launaflokk 042 verða grunnlaun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga nú 415.791 krónur. Sömu kröfur og áður eru gerðar til hjúkrunarfræðings áður en hann flyst í starfslýsingu B2. Einnig er gert ráð fyrir því að starfsþróunarsamtöl og starfsheitisbreytingar fari fram með óbreyttum hætti.

Breyting þessi tekur gildi 1. september 2018 og kemur til útborgunar 1. október 2018 .

Meginástæður launahækkunar nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga á Landspítala eru annars vegar að byrjunarlaun BHM félaga hafa verið að hækka, og hins vegar að  Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur nýlega gert stofnanasamning við Fíh þar sem talsverð hækkun kom á lægstu launin.
Landspítali vill bregðast við þessu, þó að engar sérstakar fjárveitingar séu nú til staðar.

Grunnlaunasetning hjúkrunarfræðinga á Landspítala verður því með eftirfarandi hætti frá 1. september:

 

Starfaflokkur  Launaflokkar  Laun m.v. fullt starf 
Hjúkrunarfræðingur A   4:2
415.791
Hjúkrunarfræðingur B
   
B1
4:2
415.791
B2
4:3
425.690
Hjúkrunarfræðingur C 
   
C1  5:3
446.975
C2
6:3  469.324 
C3
6:4 
480.238
C4 
6:5
491.153
Hjúkrunarfræðingur D 
   
D1
7:5
515.710
D2 
8:4 
529.462
D3 8:5
541.496
D4 8:6 
553.529
  
 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála