Við viljum heyra í félagsmönnum þegar málefni brenna á þeim og hvetjum þá eindregið til að hafa samband ef eitthvað er.
Fyrirspurnir, athugasemdir eða ábendingar um málefni hjúkrunar eða hjúkrunarfræðinga má koma áleiðis með ýmsu móti; í gegnum Facebook síðu félagsins; með því að hafa samband í gegnum vefsvæði félagsins eða í tölvupósti til starfsmanna. Tölvupóstföng starfmanna má finna hér: https://www.hjukrun.is/um-fih/starfsfolk/ . Að auki má hafa samband símleiðis í síma: 540-6400 á opnunartíma alla virka daga milli 10:00 og 16:00.
Öllum fyrirspurnum sem berast eftir framangreindum leiðum er svarað eins fljótt og auðið er.
Félagið eða starfsmenn þess svara hins vegar ekki fyrirspurnum sem eru lagðar fram á síðunni Bakland hjúkrunarfræðinga eða lokuðum hóp hjúkrunarfræðinga á Facebook.
f.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður