Hjukrun.is-print-version

Sálfræðisvið HR auglýsir eftir doktorsnema og nýdoktor

RSSfréttir
30. september 2018

Sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir doktorsnema

Staða doktorsnema við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík er laus til umsóknar. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknir á líkamlegri og andlegri vanlíðan hjá krabbameinssjúkum og rannsóknir á meðferðarleiðum sem draga úr vanlíðan. Meðal krabbameinssjúkra er vanlíðan (svo sem þreyta, þunglyndi og svefntruflanir) algeng og lýjandi vandamál sem m.a. er tilkomið vegna truflunar í lífsklukkumynstri. Krabbamein og/eða krabbameinsmeðferð geta komið óreiðu á lífsklukkuna sem felur í sér breytingar á hormónaseyti og líkamshita en einnig breytingar á svefn- og vökumynstri. Þessar breytingar geta aukið hættu á svefnleysi, hjartaáföllum, truflun í ónæmiskerfi, bólgum, þunglyndi, sykursýki og offitu. Þær fáu aðferðir sem hafa verið reyndar til að vinna bug á vanlíðan, eins og krabbameinstengdri þreytu og þunglyndi, hafa ekki lagt áherslu á að stilla lífsklukkuna en nýlegar rannsóknir benda til að meðferð með ljósi beri árangur. Á þessu ári hlaut rannsóknarteymi við sálfræðideild HR öndvegisstyrk frá RANNIS til að kanna áhrif ljósameðferðar á lífsklukkumynstur og sálfræðilega þætti hjá konum sem eru í meðferð við brjóstakrabbameini.

Þessi rannsókn á áhrifum ljósameðferðar er ein af þeim fyrstu í heiminum sem gerð er meðal kvenna með brjóstakrabbamein og því einstakt tækifæri fyrir áhugasama um doktorsnám á þessu sviði. Doktorsneminn mun vinna með hópi íslenskra og erlendra vísindamanna. Nemanum er ætlað, í samvinnu við leiðbeinendur og aðra nemendur, að vinna að undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu ákveðins hluta rannsóknarinnar. Einnig er mikilvægt að neminn þrói sínar eigin rannsóknarspurningar innan ramma þessarar rannsóknar. Doktorsnámið mun undirbúa nemann fyrir vísindastörf svo sem háskólakennslu, rannsóknir og önnur mikilvæg störf innan heilsuvísinda.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið meistaraprófi í sálfræði, líffræði eða skyldum fræðigreinum. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2018. Sótt er um á vef HR: radningar.hr.is og þar má finna nánari upplýsingar um stöðuna.

Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband við dr. Heiðdísi B. Valdimarsdóttur, prófessor við sálfræðisvið HR og ábyrgðarmann rannsóknarinnar, (heiddisb@ru.is) og dr. Birnu Baldursdóttur, verkefnisstjóra rannsóknarinnar (birnabaldurs@ru.is).

Sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir nýdoktor

Staða nýdoktors við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík er laus til umsóknar. Nýdoktorinn mun vinna við rannsóknir á líkamlegri og andlegri vanlíðan hjá krabbameinssjúkum og rannsóknir á meðferðarleiðum sem draga úr vanlíðan. Meðal krabbameinssjúkra er vanlíðan (svo sem þreyta, þunglyndi og svefntruflanir) algeng og lýjandi vandamál sem m.a. er tilkomið vegna truflunar í lífsklukkumynstri. Krabbamein og/eða krabbameinsmeðferð geta komið óreiðu á lífsklukkuna sem felur í sér breytingar á hormónaseyti og líkamshita en einnig breytingar á svefn- og vökumynstri. Þessar breytingar geta aukið hættu á svefnleysi, hjartaáföllum, truflun í ónæmiskerfi, bólgum, þunglyndi, sykursýki og offitu. Þær fáu aðferðir sem hafa verið reyndar til að vinna bug á vanlíðan, eins og krabbameinstengdri þreytu og þunglyndi, hafa ekki lagt áherslu á að stilla lífsklukkuna en nýlegar rannsóknir benda til að meðferð með ljósi beri árangur. Á þessu ári hlaut rannsóknarteymi við sálfræðideild HR öndvegisstyrk frá RANNIS til að kanna áhrif ljósameðferðar á lífsklukkumynstur og sálfræðilega þætti hjá konum sem eru í meðferð við brjóstakrabbameini.

Þessi rannsókn á áhrifum ljósameðferðar er ein af þeim fyrstu í heiminum sem gerð er meðal kvenna með brjóstakrabbamein. Hér er því einstakt tækifæri fyrir áhugasaman nýdoktor að vinna með hópi íslenskra og erlendra vísindamanna á þessu sviði. Nýdoktorinn mun vinna mjög náið með rannsóknarteyminu að öllu því sem við kemur rannsókninni. Að auki er lögð áhersla á að nýdoktorinn setji fram sínar eigin rannsóknarspurningar og sæki um rannsóknarstyrki til að styrkja og þróa sitt áhugasvið innan heilsuvísinda. Einnig er lögð áhersla á að nýdoktorinn styrki tengslanet sitt og sjálfstætt samstarf við innlenda og erlenda sérfræðinga á sínu áhugasviði. Þá mun nýdoktornum gefast tækifæri til að leiðbeina nemendum og stunda kennslu á sálfræðisviði HR. Þessi vinna mun undirbúa nýdoktorinn fyrir sjálfstæð akademísk vinnubrögð og vísindastörf innan heilsuvísindanna.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið doktorsgráðu í sálfræði, líffræði eða skyldum fræðigreinum. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2018. Sótt er um á vef HR: radningar.hr.is og þar má finna nánari upplýsingar um stöðuna.

Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband við dr. Heiðdísi B. Valdimarsdóttur, prófessor við sálfræðisvið HR og ábyrgðarmann rannsóknarinnar, (heiddisb@ru.is) og dr. Birnu Baldursdóttur, verkefnisstjóra rannsóknarinnar (birnabaldurs@ru.is).

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála